Sjá öll properties fyrir user object

Það er ein skipun sem ég nota mjög mikið þegar ég er að leita eftir property á notanda og man ekkert hvað það heitir eða er að finna eitthvað gáfulegt property til að skrifa ákveðnar upplýsingar inn í. Það er auðvitað hægt að sjá flest property í attribute editornum í AD users and computers en það er bara ekkert kúl við það.

Þetta er aðferð sem ég sá fyrst hjá vini mínum Dmitry Sotnikov en við erum góðir vinir eftir að hafa verið samferða í lyftu einu sinni á einhverri ráðstefnu, veit ekki hvort hann man eftir því en ég man það vel.

En skipunin er s.s. svona:

Get-QADUser -ReturnPropertyNamesOnly -IncludeAllProperties

Um að gera að prófa þetta og líka sniðugt að skoða þessa síðu hjá Dimma, hann dettur stundum niður á skemmtilegar hugmyndir.

This entry was posted in Active Directory, Active Roles, AD, PowerShell, Quest and tagged , , , . Bookmark the permalink.

Leave a comment